Meðan ég hamaðist við að komast í gott form, og sortera gamlar myndir hefur Mamma barist við sí hrakandi heilsu. Eftir að hafa verið lögð inn á Sjúkrahús nokkrum sinnum kom í ljós að eina ráðið væri að hún færi í aðgerð og fengi það sem er kallað Stoma. Óvíst var hvort hún myndi þola svæfingu og læknarnir sögðu að við öllu mætti búast. Ég ákvað að drífa mig heim til Íslands. Aðgerðin virðist hafa gengið vel og í gær þegar ég heimsótt hana var hún nokkuð hress og orðin svöng. Hún fékk mat og "tók vel til matar síns"
É byrjaði daginn á smáverkefnum fyrir Pontu og ett þeirra vað að fara með nokkrar grenigreinar upp í Heiðmörk. Gekk þá meðfram Ellaiðavatni þann spotta sem við Sigþrúður fórum ekki í gönguferðinni 24 febrúar.